BOÐFLENNA Shoplifter / Hrafnhildur Arnardóttir

Í verkinu Boðflenna stillti Shoplifter náttúruperlunni Hrútey og gervináttúruverkum sínum upp sem hliðstæðum sem einnig mátti skoða sem andstæður, samstæður eða gagnstæðar spegilmyndir. Aðalhráefni Hrafnhildar er nælonhár, plast og annað gerviefni, sem hún vinnur með ýmiskonar hefðbundinni textíltækni s.s. flosi, rýja, þæfingu, hnútum, fléttum og saumaskap en efnið er líka í sumum tilvikum hitað, brennt, brætt, litað eða málað. Þegar ákjósanlegri þykkt og áferð var náð bjó hún til voðir eða mottur, dúska, kaðla, bönd og annað sem hún nýtti til að skapa hið endanlega listaverk. Þeim efnivið umbreytti hún í þúfur, plöntur, skófir, blóm, runna, tré, steina, vörður, og kletta. Ljósmyndirnar tók Vigfús Birgisson.

No items found.

Eftirfarandi aðilar styrktu verkefnið